Ég sjálfur Mín hugarangur Nepal hugbúnaður ehf. PartyZone, Dansþáttur þjóðarinnar á MP3 Hér má nálgast ýmsar skrárHér eru ýmis verk Hér er myndasafnið mitt
« apríl 2009 | Forsíða
10 ára afmæli þessa bloggs // 29. júlí 2010 klukkan 21:43

Núna ber upp á dag þann sama og fyrir 10 árum þegar ég hóf að skrifa blogg, þenna dag ber upp á Ólafsmessu, messu til minningar um Ólaf helga Noregskonung. Ólafsmessa hin fyrri: 29. júlí, talinn dánardagur Ólafs 1030.

Í dag eru 1020 ár síðan að Ólafur helgi Noregskongur lést og 10 ár síðan ég hóf að rita blogg. Skemtileg tilviljun það.

Síðari ár hef ég verið óduglegur við að rita blogg, þá aðalega vegna þess að bloggið hefur átt undir högg að sækja og þeir bloggarar sem hafa sig mest í frami í dag hafa skaðað orðspor bloggsins, sbr moggabloggarar. Facebook hefur líka tekið sinn skerf ásamt mannlegum samskiptum.

Svo ég summeri upp higlight síðustu 10 ára þá er ég enþá að vinna á sama stað, þó í eigin fyrirtæki, Nepal og gengur alltaf betur og betur. Hef verið varamaður í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar sl 4 ár, hef verið og er í stjórn Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi, á mína eigin íbúð, er í sambúð með Jenný, á enþá marga og góða vini, flestir eru þeir búnir að vera vinir eða kunningjar mínir lengur en þetta blogg. Hef farið oftar erlendis en góðu hófi gengir að ég tel þó ég hafi engin áform um að breita því.

Allt á uppleið og man ég ekki eftir neinu öðru en því góða og frábæra síðustu ár og hef ákveðið að halda því svoleiðis um ókomna tíð.

Ólafur, klukkan 21:43 | Aths. (1)
júlí 2010
eldra...
Ólafur er ungur kerfisfræðingur búsettur á Akranesi, hann hefur ákveðnar skoðanir á hlutum sem oft samrýmast ekki skoðunum annarra. Til að komast í samband við Ólaf má beita mörgum leiðum td. tölvupósturinn hans er olafur hjá nepal.is , msnið hans er kerfisgimp@hotmail.com og síminn hans er 8630441.
Knúið af Movable Type 4.1
Auk þess er þessi síða hönnuð sem tableless, XHTML 1.0 rétt og CSS rétt. Getfirefox.