Fanna skautar faldi háum
fjallið, allra hæða val,
hrauna veitir bárum bláum
breiðan fram um heiðardal.
Löngu hefur Logi reiður
lokið steypu þessa við.
Ógnaskjöldur bungubreiður
ber með sóma réttnefnið.
Ríð ég háan Skjaldbreið skoða,
skín á tinda morgunsól,
glöðum fágar röðulroða
reiðarslóðir, dal og hól.
Beint er í norður fjallið fríða.
Fákur eykur hófaskell.
Sér á leiti Lambahlíða
og litlu sunnar Hlöðufell.
og svo framvegis..