Hér fyrir Alþingiskosningarnar 2003 ákvað ég að birta það hvernig MSN túlkaði stjórnmálaflokkana og ætla ég hér með að birta það aftur. Þó hafa vinstri grænir skipt um listabókstaf (skortur á festu?) og nýtt afl er ekki lengur til? þannig að þessi mynd gefur ekki lengur góða mynd af pólitískulandi nú fyrir sveitarstjórnarkostningar, því sleppi ég Vinstri grænum við skopmynd í þetta skiptið og merki þá bara sem hægfara snígil.

Djamm og drykkja á Sjálfstæðis- og framsóknarflokknum.
Samfylkinginn er sofandi.
Frjálslyndiflokkurinn er greinilega gamli Alþýðuflokkurinn.
Vinstri grænir, hægfara snígill
Annars bendi ég á www.xdakranes.is fyrir þessar sveitarstjórnarkostningar og kaffisopa með pólitísku ívafi með undirrituðum
Slökkva á öryggisbeltavæli í Avensis NEW // 5. maí 2006 klukkan 11:54Síðan að ég keypti mér nýjan Avensis í fyrrasumar þá hefur farið stundum í mig að geta ekki hreyft bílinn án öryggisbeltis (já ég veit að ég á alltaf að vera með belti og er alltaf með það en stundum eru aðstæður aðrar!) vegna hátíðni væls í bílnum ef ökumaður og/eða farþegi eru ekki með belti.
En þá rambaði ég á lausn á þessu vandamáli, það má bæði slökkva og kveikja á þessu að vild með einföldum ráðum (tja einföldum).
1. Svissaðu á bílinn og stilltu kílómetrateljaran á “ODO”
2. Svissaðu aftur af bílnum
3. Svissaðu á bílinn og innan 5 sek ýttu á og haltu inni “trip-reset” takkanum (sami takki og þú stilllir á ODO)
4. Eftir 10 sek, spenntu þá beltið bílstjóramegin
5. Slepptu “trip-reset” takkanum
Þá ætti að birtast í mælaborðinu textinn “B-off” og þá svissaru af bílnum aftur og tekur af þér öryggisbeltið. Þá ætti hátíðnivælan að vera hætt þó þú akir án öryggisbeltis. Athugið að þó að hljóðið hætti þá blikka enþá öll aðvörunarljós í mælaborði að þú sért ekki með belti.
Til að kveikja aftur á aðvörunarbjöllunum er farið eftir sömu leiðbeiningum nema það er ýtt á “trip-reset” takkan einusinni í viðbót eftir skref 5 með sætisbeltið spennt. Þá ætti að koma á skjáinn “B-on”
Vinsamlegast akið svo ekki án öryggisbeltis!!! Ég fyrra mig allri ábyrgð á þessu ráði btw, veit ekki hvort þetta riftir ábyrðarsamningum og hvort þetta hefur aðrar afleiðingar þannig að þetta er algjörlega á ykkar ábyrgð að prófa þetta.