Eins og margir hafa tekið eftir á ég frekar marga stuttermaboli þar sem ég kýs að ganga helst ekki í öðru en gallabuxum og stutterma bol. Margir þeirra hafa kómískar áletranir sem mér hefur fundist gaman að þegar ég keypti þá. Einn sem mér fanst skemtilegur með skondinni mynd var bolurinn "JESUS DID IT FOR THE CHICKS!" sem ég keypti á tshirthell.com.
Mér hefur oft liði undarlega í honum í kringum eldra fólk, þá sérstaklega yfir fimtugt þar sem það hefur litið á mig skrítnum augum án þess að segja neitt þrátt fyrir það að því finnst þessi bolur ekki smekklegur.
Í kvöld fór ég á ónefndan skyndibitastað í ónefndum bæ þar sem maður sem starfar mikið innan kirkjunar sá sig knúinn til að ganga að mér og ræða við mig um þennan bol. Það fyrsta sem hann spyr mig að áður en hann heilsar er í hvaða trúfélagi ég sé í. Mér bregður auðvitað smá þar sem ég var niðursokkinn í að segja félaga mínum frá afdrifum helgarinnar og Einari Bárða í samhengi við KFC ferð á Selfoss, en hvað um það, maðurinn stendur þarna enn og ég hálf gapandi svara ég bara pent "ha?" og hann endurtekur spurninguna og ég fylgi henni auðvitað á eftir með svari um að ég sé í þjóðkirkjuni og afhverju honum langi að vita það. Þá tjáir hann mér það að hann hafi séð bolinn minn og var að spá í því hvort þessi bolur væri á vegum einhverrs trúfélags eins og td Vegsins. Ég segi honum nú að ég sé ekki í neinum sértrúarsöfnuði heldur aðeins í þjóðkirkjuni eins og áður hafði komið fram. Hann segir mér frá KFUM starfi sínu og spyr hvað þessi bolur þýði. Ég fer auðvitað aftur í varnarstöðu og fer að afsaka hann og biðst afsökunar á honum þar sem meining mín sé alls ekki að móðga einn né neinn með þessum bol. Samtalið heldur dulítið áfram um bolinn og lýkur með því að ég þýði fyrir hann áletrunina á bolnum í "Jesús gerði þetta fyrir stelpur" (mjög pen þýðing takk fyrir) þar sem hann tjáðist ekki kunna ensku mjög vel og við kveðjumst. Eftir sit ég hálf ruglaður eftir þetta.
Enþá, mörgum tímum er ég að velta því fyrir mér hvort sumt fólk taki þennan bol inn á sig þegar það sér hann og velti því fyrir sér hvort ég sé í sértrúarsöfnuði. Ég ætla vona ekki. Ég mund halda áfram að klæðast þessum bol og vonast til að fá að ræða við fleira fólk um þennan bol.
Athugasemdir
hlæhlæ!
Óli farinnn að draga að sjer gamla kalla :)
Hehehe, Jesús gerði þetta fyrir stelpur! :D
Þú mátt koma í þessum bol heim til mín, ég á ekki eftir að dæma þig. :þ
pokga wrsulreqs
auhqqeba qbwusuvpehn
uiame ezgih