Þá erum við Einsi komnir aftur til köben eftir að hafa verið á röltinu/rúntinum síðustu fimm daga. Ókum um 1404 km á 5 dögum og löbbuðum án efa svipað mikið. Gjörsamlega búnir í löppunum eftir 1 dag í Hamborg, 3ja daga tour á CeBIT og 1 dags power túrisma í Berlin. Á um sólahring tókst okkur bókstaflega að skoða alla Berlín. Annars segja myndirnar alla ferðasöguna, tékkið bara á þeim. Annars er það núna sleep & heim annað kvöld.
Þýskalandsför Nepalbúa // 10. mars 2005 klukkan 23:38Við Einsi erum núna búnir að koma okkur vel fyrir á Hotel Holiday Inn í Hamborg á fjórðu hæð og búnir að versla okkur 2 tíma af interneti til að skella inn smá myndum.
Við ætlum að reyna dæla inn soldið af myndum hér en það fer allt eftir internetaðstæðum á Hótelunum sem við verðum á. Þær má skoða hér
Planið er Hamborg í dag fimtudag, Hannover föstudag, laugardag og sunnudag og dvelja á CeBIT sýninguni auk þess erum við að spá í skella okkur á sunnudagskvöldið til Berlín að hitta Hitler. Fylgist með, við reynum að henda inn myndum eins og við getum.
Farinn heim að pakka, Danmörk á morgun og Þýskaland á fimtudaginn, svo Danmörk aftur á sunnudaginn og Ísland á Þriðjudaginn.
GSM Bloggið mun standa fyrir sínu á meðan.