Þetta er einn sá besti puntur um kennaradeiluna sem ég hef séð.
Kaffi er stórlega vanmetið. Ég drekk of lítið af því. Bölvaður vatnsbrunnur hér búinn að draga úr því. Ég ætla hella mér upp á 12 bolla þegar ég kem heim á eftir og drekka það allt. Býst við að enda á gjörgæslu eftir það. Verður í sterkara kantinu. Ójá.
Ég hef áður bloggað um kaffi, hér, hér og hér
Ólafur helgi Haraldsson // 4. nóvember 2004 klukkan 0:57Ólafur var snemma gervilegur maður, fríður sýnum, meðalmaður á vöxt. Vitur var hann og snemma og orðsnjallur.
Ólafur Haraldsson, er hann óx upp, var ekki hár, meðalmaður og allþreklegur, sterkur að afli, ljósjarpur á hár, breiðleitur, ljós og rjóður í andliti, eygður forkunnarvel, fagureygur og snareygur svo að ótti var að sjá í augu honum ef hann var reiður.
Ólafur var íþróttamaður mikill um marga hluti, kunni vel við boga og syndur vel, skaut manna best handskoti, hagur og sjónhannar um smíðir allar hvort er hann gerði eða aðrir menn.
Hann var kallaður Ólafur digri.
Var hann djarfur og snjallur í máli, bráðger að öllum þroska, bæði afli og visku, og hugþekkur var hann öllum frændum sínum og kunnmönnum, kappsamur í leikum og vildi fyrir vera öllum öðrum sem vera átti fyrir tignar sakir hans og burða.
- Mæli með þessu
Flórida búnir að klúðara því, AFTUR // 3. nóvember 2004 klukkan 1:58Rafræna kosninginn víst að fara til helvítis í Flórída....
Klúður með rafrænu kosninguna, hvern gat grunað þetta *réttupphönd*
Að einskorða kosningar bara við rafræna kosningar er bara rugl, ég hefði viljað sjá rafrænakosningu með pappírsbackupi, þe menn kjósa eins og þeir gera nema þeir fá kvittun, gatað spjald sem gefur til kynna hvað þeir kusu og til þess að fá kosninguna gilda þurfa þeir að skila því inn. Þá þyrfti fjöldi korta að matcha fjölda rafrænna kosninga, borið saman með serial númerum ef menn vilja minka líkurnar á svindli (sem ég tel vera mjög auðveldar í rafrænni kosningu *update votecount set presedent = 'Vigdís' where presedent = 'Bush' or presedent = 'Kerry' *kaldhæðnisgrín* ;Þ).
Þá væri hægt að bera saman pappír og rafræna kosningu ef allt færi til helvítis eins og stefnir í.
Annars veit ég ekkert um það hvort stjórnvöld í flórida hafa pælt í þessu eða hvort flækjustigið sé orðið aðeins of mikið fyrir kanan.
Annars er þetta bara svona næturpæling yfir kosningavökuni á rúv. Ég held með hvorugum frambjóðenda. Ég vil Vigdísi í Hvítahúsið.