Ég ákvað áðan skrifa í comment hjá Kristínu áðan uppskrift að staðgóðum morgunverði fyrir tölvunörda/skrifstofufólk sem kemur hér að neðan:
Ég verð nú að leyfa fleirum að njóta morgunverðs sem er staðgóður, hressir og kætir :)
Mín uppskrift af staðgóðum morgunverði:
Þú þarft eftirfarandi hluti, Kaffibolla, Kaffivél, skrifstofuvinnu og vinnufélaga sem mætir á undan þér og hellir uppá kaffið.
Tekur kaffibollan og setur hann undir kaffikönnuna helst þannig að pínulítið af kaffinu sullist utan á bollan svo það verði kaffihringir á öllum minnis blöðunum þínum á skrifborðinu. (þú ert auðvitað svo þreyttur og úldinn að þú hittir bollanum ekki á réttan stað)
Þú færð þér einn sopa af kaffinu þegar þú ert sestur og leggur hann frá þér. 20 min seinna færðu þér annan sopa af pissvolgu kaffi sem þú neyðist til að klára því það er svo vont.
Stattu upp og náðu þér í meira kaffi og endurtaktu 3-4x fram að hádegismat.
Þetta er pottþétt leið til þess að spara fullt af peningum í morgunmat auk þess að þú verður ekki svangur allan daginn svo lengi sem þú drekkur stíft og reglulega kaffi.
ATH. skiptið yfir í kaffi með mjólk þegar þið farið að svitna og skjálfa. (þegar þið eruð farin að hrökkva við þegar síminn hringir farið heim og takið ykkur frí það sem eftir er af deginum)
Eftirfarandi kvót er af síðuni hans JónFrí:
"10. janúar getiði heyrt í dj jonfri taka syrpu í útvarpsþættinum Party Zone, dansþætti þjóðarinnar. Þátturinn er sendur út á Rás 2 og hefst kl. 19:30
Ef umræddur þáttur fer framhjá einhverjum, þá verður syrpan hérna til niðurhals - nema tæknin gerist svikul."
Mér finst Jón Frímansson vera farinn að gera það gott, farinn að spila í eðalþáttum eins og PartyZone og snúa skífum fyrir landan.
Ég kvet alla til að hlusta á frumraun hans í PartyZone á laugardaginn kl. 19.30 og ef þið missið af því eigið þið eftir að geta nálgast syrpuna hans á internetinu.
Já það er ekki skafið af því, klúður ofan á klúður ofan.
*Varúð nerd talk*
Vélinn sem hýsir oli.is, sadpunk.com, kjarri.net og fleiri vefi og myndasöfn fyrir vini og kunningja mína fór yfir um um 17:00 þann 30. des með kernel panici og fleiru góðu eftir uppfærslu. (My bad).
Ég var nú ekki að nenna laga þetta þá þannig að ég lét það býða fram á nýtt ár og hófst handa á nýju ári en verkið sóttist seinnt. Diskurinn í vélinni hagaði sér undarlega og var ég farinn að halda á tímabili að flest gögn og gagnagrunnar hefðu farið yfir móðuna miklu og að það tæki 3 ár að restora þessu. (Muna að taka backup). En þá vantaði Backup af MySql grunninum því það hafði *gleymst* að setja í gang þegar ég skipti um disk og stýrikerfi á henni núna í vetur.
En allt blessaðist að lokum eftir miklar pælingar og google lestur með smá krókaleiðum komst vélinn í samt lag án nokkurs gagnataps :) vei vei
Fyrsta sem maður gerir er að setja í crontab backup af MySQL grunninum yfir ssh á vélina heima til þess að forðast óþarfa gagnatapa héðan í frá.
*nerdtalk endar*
Annars er þetta ár búið að fara vel af stað, fór í gott áramótaparty hjá Jonna sem heppnaðist svo vel að við fórum ekki heim fyrr en rétt fyrir 10 að morgni Nýjársdags. Vonandi að restinn verði góð líka :)
Já svo á Einsi afmæli í dag :) Til hamingju Einsi.dk !