Loksins loksins gafst mér tækifæri til þess að upplifa Iron Maiden tónleikana sem ég fór á á Hróarskeldu í sumar þökk sé RÚV og þættinum Konsert.
Ég er auðvitað svo illa innrættur að ég rippaði auðvitað þættinum í MP3 og býst við að fá Magga Kjartans í heimsókn hvað úr hverju að skamma mig.
En þangað til að hann flengir mig: Iron Maiden á Hróarskeldu 2003 [upptaka úr Konsert á Rúv 19.11.2003]
Bruce sagði reyndar að við mættum bootlega tónleikana (wildest dream lagið reyndar ) og senda vinum okkar þá á internetinu (min 33:10 til 34:31 á mp3) svo að ég tek hann bara á orðinu ;)
En þetta er rosalegt að heyra þetta aftur, klikkuð stemming. Mig langar að fara aftur í tíman og aftur á þessa tónleika, aftur og aftur.
Endilega sækið þáttinn á mp3 og njótið vel, ég geri það allavega.
hljod ekki gott, umgjörd engin, ljos fin, video slæmt, kynnar ömurlegir en thad eru til gott tónlistarfolk a akranesi. Sent með SMS