Ég sjálfur Mín hugarangur Nepal hugbúnaður ehf. PartyZone, Dansþáttur þjóðarinnar á MP3 Hér má nálgast ýmsar skrárHér eru ýmis verk Hér er myndasafnið mitt
« júní 2003 | Forsíða | ágúst 2003 »
bloggað í 3 ár // 29. júlí 2003 klukkan 21:47

jæja nú hef ég bloggað í 3 ár samkvæmt fyrstu færsluna hér sem hljóðar svo:


Byrjun

jæja ég hef hér með ákveðið að koma upp pælingavef þar sem ég mun pæla og lýsa skoðunum mínum á ýmsuhlutum til hins ítrasta. Ef öll plön ganga eftir þá mun ég uppfæra þetta nokkrum sinnum í viku en ef hugsanaflæði mitt verður af skornum skamti þá get ég ekki lofað miklu.
@ 14:09 - 29. júlí 2000 .: // :. .: comments [] :.


Þetta var tíðinn þegar allir kúl bloggararnir voru á nagportal.com (ekki dot net) og sömuleiðis ég ;)

Ég óska hér með sjálfum mér til hamingju að hafa ekki gefsit upp á einhverjum hlut í heil 3 ár þrátt fyrir að hafa kanski ekki sinnt honum mjög mikið. En er þetta ekki bara spurning um að vera með og blogga þegar manni langar til að koma einhverju frá sér? Ég held það.

Óli bloggari, klukkan 21:47 | Aths. (107)
Pítsur sagðar góðar gegn krabbameini // 24. júlí 2003 klukkan 1:51

Ítalskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að pítsur séu góð vörn gegn ýmsum tegundum krabbameins.
Vísindamennirnir rannsökuðu matarvenjur fólks, annars vegar meira en þrjú þúsund Ítala sem þjást af krabbameini í maga og meltingarfærum og hins vegar um fimm þúsund manna sem þjást af öðrum sjúkdómum.

Niðurstaðan var sú að þeir sem borðuðu pítsu einu sinni eða oftar í viku voru ólíklegri til að greinast með krabbamein en þeir sem aldrei borðuðu pítsu.

Silvano Gallus, sem hafði yfirumsjón með rannsókninni, segir að áhrifin á krabbamein megi líklega rekja til tómata á pítsunum. Áður hefur verið sýnt fram á að tómatar geti komið í veg fyrir krabbamein.

Starfsbróðir Gallusar, Carlo La Vecchia, varar þó við því að of miklar ályktarnir séu dregnar af rannsókninni um áhrif pítsu á krabbamein. Hann segir að líklega sé pítsuátið aðeins merki um hollt mataræði ákveðins hóps Ítala, og bendir á að í hefðbundnum mat Miðjarðarhafsbúa sé mikið ólífuolíu, trefjum, grænmeti og ávöxtum og að þeir borði mikið af nýlöguðum mat, þar á meðal pítsu.

Ólafur, klukkan 1:51 | Aths. (477)
Ezekiel 25:17 // 17. júlí 2003 klukkan 1:08

The path of the righteous man is beset on all sides by the inequities of the selfish and the tyranny of evil men. Blessed is he who in the name of charity and goodwill shepherds the weak through the valley of darkness, for he is truly his brother´s keeper and a finder of lost children. And I will strike down upon thee with great vengeance and furious anger those who attempt to poison and destroy my brothers. And you will know my name is the Lord when I lay my vengeance upon thee.


Mikið vantar góða mynd og hefur enginn mynd toppað Pulp Fiction enþá og verður gaman að sjá Kill Bill þegar hún kemur í haust.

Óli Vega, klukkan 1:08 | Aths. (312)
Afmæli // 11. júlí 2003 klukkan 16:40

Jón Heiðar og hvalfjarðargönginn eiga afmæli í dag.

Til hamingju Jón Heiðar og mér er skítsama þó að hvalfjarðargönginn eigi afmæli.

Óli á fullu, klukkan 16:40 | Aths. (115)
Eldgos // 3. júlí 2003 klukkan 17:43

Já helvítin hjá Ölgerðinni eru með allt ísland wireað og með útsendara út um allt!

Fyrir um einum og hálftum til tveimur mánuðum kom upp sú snildar hugmynd í party að kaupa gömlu Seltser vélarnar og byrja að brugga nýjan gosdrykk og kalla hann "ELDGOS". Viðskiptahugmyndinn sem gat ekki klikkað Spennandibíjómyndarödd

Svo var brugðið sér í 2 vikur til útlanda og hugmyndinn látinn gerjast.. en viti menn... Ölgerðinn búinn að nappa hugmyndinni og framkvæma hana!

Þannig að þið skuluð passa ykkur, þið vitið aldrei hver gæti stolið partyhugmyndunum og framkvæmt þær!

Óli Eldgos, klukkan 17:43 | Aths. (625)
Hróarskelda og útlönd // 1. júlí 2003 klukkan 20:40

Jæja ég fór út í fríðu föruneiti þann 14. júní til Danmerkur og þaðan til Svíþjóðar og kom aftur til Danmerkur þan 23. júní og þá var farið beint á Hróarskelduhátíðina. Við vorum svo að koma heim í gærkvöldi aftur á klakan eftir mikið djamm og djús.

Svíþjóðarferðinn var róleg og nice. Vorum í íbúð sem móðir Ramónu á og þar var tjillað ásamt því að þvælast e-h um, fórum niðrí malmö og á víkingasafn þar í einhverjum bæ nálægt og svona ásamt því að keyra þarna e-h um og svona.. Lentum svo á brjáluðu djammi með svíjum á midsummer festen þar sem við átum síld, kartöflur og súrmjólk, ásamt því að staupa nóg af ákavíti með ;)

Þann 22. fórum við svo til Danmerkur og leituðum uppi gistiheimilið okkar og komum okkur fljótlega á hátíðina. Þegar við vorum að leita að tjaldsvæði rákumst við á nokkra snillinga að norðan (Ingu, Brynjar, Ingunni og Sigga) sem við tjölduðum með eftir nokkuð bras þar sem danska gæslan var ekkert á því að leyfa okkur að tjalda á hvítu línuni svo við urðum að taka allt aftur saman og finna okkur nýtt partysvæði ;þ við röltum um og það var ekki til nein helvítis tjaldstæði en rákumst af ótrúlegri heppni á auðan blett fyrir 5-10 tjöld á snildar stað í passlegri fjarðlægð frá tónleikasvæðinu og ekki nálægt girðingunni (ekki gott að tjalda nálægt girðinguni nema þú fýlir hlandlykt ;þ). Höfðum Norðmenn á vinstrihönd, svíja á þá hægri og dani fyrir framan og aftan.

Á þriðjudeginum fórum við svo að þvælast nirrí köben og rákumst á meistara James Headfield í tívólíjinu í köben (eða svo gott sem þangað til að lífvörðurinn hans bað okkur vinsamlegast að Ríspekta prævasíjið hans.)

Tónleikarnir á hátíðinni voru magnaðir og stóð þar uppúr Metallica og Iron Maden auðvitað. Ég fór nú ekki á mjög marga tónleika þar sem stemminginn á tjaldsvæðinu var mögnuð og fólkið þar bara kúl.

Metallica mögnuð stemming, 70þús manns og bara lög af gömlu diskunum ásamt 2 af st. Anger
Iron Maden Brilljant tónleikar, brjáluð stemming, toppuðu metallica tónleikana með stemmingu
Sigurrós Sá eitt lag með þeim og nennti ekki að hlusta á meira þar sem þeir vour í Arena og ekkert spes gott að vera þar í mannþröng
Lemmon Jelly Brjálaðir snillingar og allt ætlaði um koll að keyra þegar þeir tóku “all the ducks are swiming in the water”
Dirty Vegas Enginn stemming að mér fanst... fór eftir svona 30min
Junkie XL Brjáluð stemming !
10 Turntables Nightmare Ótrúlegt að sjá þessa 5 snildar gaura performa
Queens Of The Stone Age Voru með massíft prógram en ég þekki voða lítið til þeirra og þekkti bara rétt 3-4 lög
Massive Attack Alltof mikið af fólk, fórum rétt strax niðrá tjaldstæði og hlustuðum á þá þar þar sem við tjölduðum heyrðist nefnilega helvíti vef frá Arena

Svo voru það böndinn sem ég náði ekki að sjá en hafði ætlað að reyna sjá
Electric Six
Asian Dub Foundation
The Streets
Darren Emerson
Squarepusher
De La Soul

Bjórinn var nátturlega bara ódýr og alltaf til of nóg af honum á staðnum þrátt fyrir það að hann væri fljótur að klárast ;)

Á sunnudagskvöldinni yfirgáfum við svo bara svæðið og náðum smá svefni á gistiheimilinu þar sem við vorum að fara fljúga heim daginn eftir.

Það er alveg til nóg í partysögur næstu mánuðina eftir þessa ferð. Alltof margt sem var gert og gerðist til að vera telja það e-h upp :þ

Svo tékkið þið á myndunum úr ferðinni hér á myndasíðuni fyrir neðan!

Óli kominn heim, klukkan 20:40 | Aths. (492)
júlí 2003
eldra...
Ólafur er ungur kerfisfræðingur búsettur á Akranesi, hann hefur ákveðnar skoðanir á hlutum sem oft samrýmast ekki skoðunum annarra. Til að komast í samband við Ólaf má beita mörgum leiðum td. tölvupósturinn hans er olafur hjá nepal.is , msnið hans er kerfisgimp@hotmail.com og síminn hans er 8630441.
Knúið af Movable Type 4.1
Auk þess er þessi síða hönnuð sem tableless, XHTML 1.0 rétt og CSS rétt. Getfirefox.