Ég sagði upp tonlist.is prufu aðganginum mínum 2 dögum áður en hann hætti að virka því mér fanst tonlist.is vera léleg og óhlustandi á tónlist í 64kbita gæðum og ætlaði mér sko aldeilis ekki að borga.
Ok fínt sagði tonlist.is og sendi mér eftirfarandi bréf:
Þessi póstur er sendur sjálfkrafa til staðfestingar á því að reikning með notandanafninu olafur var lokað hjá www.tonlist.is þann 05.05.2003 klukkan 09:59.
Ég hélt nú að þetta ætti að duga til þess að sleppa við að verða arðrændur. En viti menn... Svo var ég að skoða Vísa yfirlitið mitt áðan.
17/05 MÚSIKNET EHF 1.595,00 ISL
DJÖFULSINS HELVÍTIS DJÖFULL.
Við skulum sjá hvernig gengur að fá þetta helvíti endurgreitt. djöfull skal ég ekki hugsa mig tvisvar um áður en ég cópera disk frá einhverjum aftur.
Nú eru 2 vinir mínir sem eiga afmæli í dag þann 8. Maí og þeir eru ekki tvíburar, eru ekki einusinni fæddir á sama árinu ;)
Það eru þeir Erling (24) og hann Lárus (23) og langar mig til að óska þeim til hamingju með daginn :)
Veijj Veijjj :)
Siggi Tomm átti afmæli í gær 7. Maí og óska ég honum til hamingju með daginn í gær!
Til hamingju Siggi!
Já í kvöld lenti ég því miður í þeirri slæmu lífsreynslu að vera meinað um að kaupa einn pott af nýmjólk, framleiddum af mjólkursamsöluni.
Þetta hljómar ótrúlega en ég var staddur í Grundarvali á akranesi eftir að hafa skutlað Sigga heim og ætlaði að kippa með mér einum líter af mjólk fyrst ég var þarna á ferðinni og mig vantaði mjólk. Ég kem í góðu skapi eftir velheppnaðan vinnudag inn í grundarval rétt fyrir lokun og næli mér í eina fernu af Nýmjólk og geng rólega að afgreiðslu borðinu og legg fernuna á afgreiðsluborðið. "Þetta eru 88kr" segir afgreiðslukonan. (Seinna nefnd helvítis kellingar skass). Ég dreg upp veskið mitt sem inniheldur aðeins plastkort, enda tel ég mig lifa í núinu og ber ekki seðla á mér. "Ég get ekki tekið kortið nema þú verslir fyrir 200kr eða meira" segir helvítis kellingar skassið. Ég lýt undrunar augum á hana og segi bara hreint út "ha?". "Já, get bara tekið við kortinu ef þú verslar fyrir 200kr eða meir" segir helvítis kellingar skassið. "Getur ekki tekið 200kr þá af kortinu mínu og látið mig hafa afgangin?" spyr ég. "Nei það gengur ekki" segir helvítis kellignar skassið. "En þú varst að segja að ég gæti ekki tekið minna en 200kr af kortinu mínu!" segi ég. Hún horfir á mig eins og ég sé djöfullinn sjálfur. "Jæja þá kaupi ég þessa mjólk bara einhverstaðar annarstaðar" segi ég og strunsa út og geng næstum Jonna og Ramónu niður í hurðinni í reiðiskasti.
Svo ók ég niðrí sjoppu og verslaði mína mjólk, með mínu korti. Ekkert mál.
Djöfull skal ég aldrei aftur versla við þessa sora búllu Grundarval á akranesi og vona að ég sjái þetta helvítis kellingar skass aldrei aftur.
En í dag var mér semsagt bannað að kaupa mjólk í Grundarvali. Hvert er heimurinn að fara?
Ég á það til (eða átti) að fá mér Egils Kristal án bragðefna við og við en núna held ég að Toppur án bragðefna hafi náð til mín.
Ástæðan er einföld. Þessir 2 drykkir bragðast eins. Toppur er í meira hipp og kúl flösku.
Að markaðsetja vöru í fallegum umbúðum virkar á mig.
Ég held að ég eigi eftir að versla topp í framtíðinni bara útaf hipp og kúl flöskuni. Svona er ég grunnhygginn.