Hann Siggi Ari á afmæli í dag :)
Til hamingju með 24 ára afmælið Siggi!
Já ég var að lesa moggan á netinu og las eftirfarandi:
Pýrít yfirtekur Múzik 885
Fjölmiðlafyrirtækið Pýrít ehf. hefur yfirtekið rekstur útvarpsstöðvarinnar Múzik 885. Fyrir rekur Pýrít ehf. tvær stöðvar, Steríó 895 og Íslensku stöðina fm 91,9.
Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að nokkrar áherslubreytingar verði á Múzik 885. Jón Gnarr verður með þátt alla virka morgna og félagarnir Hemmi feiti og Jón Mýrdal verði einnig með þætti á stöðinni. Verið sé að ganga frá ráðningum fólks þessa dagana, en áætlað er að stöðin hefji útsendingar með nýju viðmóti 1. mars nk.
Já semsagt góða Muzik FM885 er farinn til helvítis. Efa það að þar verið hip hop og danstónlist lengi þar í viðbót.. nema þá einhver helvítis popppíkurassidillibrjóstakáfsdanstónlist. Þori næstum að veðja peningum uppá það. Sjáum samt hvernig fer.
Btw var Jón Gnarr ekki alveg búinn á því og búinn að lýsa því yfir fyrir alþjóð að hann hefði ekki meira að segja í íslensku útvarpi?
Djöss hræsni.
Afhverju fékk ég ekkert að vita af þessum Jagúartónleikum?
Ég hélt að ég hefði verið allavega einn af þeim sem átti þátt í því að forflytja fyrstu breiðskífu Jagúar í ekki ómerkara útvarpi en FM95.0 ásamt Kobbster í þætti sem ég man ei lengur hvað hét.
Mission: Skuggaleg bílageymsla Morgunblaðsins. Rauðhærður maður. CD. Subaro. Hraðakstur. Pulsa m. kartöflusalati. Göngin. Akranes. Hlustuðum á diskinn í myrku herbergi á vistinni. Þar bjuggu Davíð og Jakob.
Þegar ég fer að hugsa til baka þá var þessi þáttur okkar Jakobs helvíti magnaður. Spiluðum tónlist sem fólk hafði aldrei heyrt fyrr, án efa af vínilplötum. Spiluðum stöff af þessari fyrstu breiðskífu Jagúar. Það var Jagúarball kvöldið eftir. Party hjá Sveppa í kjallaranum, Þar kom Jói nokkur. Sagði að hann ætti ljóta tjellingu. Hann var ekki glaður. Haukur á skáney kom. Hann var laminn. Bílskúrsparty hjá Ásgeiri G. Var mjög blautur. Það var rigning úti. Þess vegna var ég blautur. Hitti Dagbjörtu og Lísu. Sagði Dagbjörtu sögur. Dró þær uppá vist. Lofaði Dagbjörtu að nota klósettið. Lofaði Lísu að hlusta á KoRn. Þekkti þær ekkert?!? Fórum svo á ball. Heil hot´n´sweet flaska. Týndur GSM. GSM Fannst. Var í mínum Jakkavasa. Þetta var minnir mig í Nóvember 1999, á síðustu öld. Man samt ekki hvað þátturinn okkar Jakobs hét þrátt fyrir þessa upprifjun.
The Streats - Original Pirate Material er svakalega góður diskur.
Jón Óskar á afmæli í dag!!!!!
Til hamingju með daginn Jón Óskar :)
Svo átti Jakob afmæli á laugardaginn líka! Til hamingju Jakob :) (þú færð ekki mynd því ég er svo mikill durtur)
Hvar verða svo afmælispartyin strákar???
já menn hafa verið að tala um umferð þeira á vefnum.. ég ákvað að taka saman smá tölur sem ég fann á teljari.is um umferðina á oli.is.
Þar sem þetta er frír teljari eru ekkert mikið af deatailuðum upplýsingum fáanlegar...
Tölurnar sem um eru að ræða eru tölur í febrúar 2003:
Samtals flettingar: 1806
Innlit: 609
Greinilegt að það er mest sama fólkið sem skoðar síðuna mína og browsar mikið síður undir vefnum mínum, líklega vegna myndaalbúmsins.
Top 5 þeir sem linka í mig
Rss molarnir hafa gefið mér 55 innlit
pz.is hefur gefið mér 20 innlit
Sveppi 19
Kommúnan 17
Kristín 7
Flestir nota Internet Explorer 6 eða 601 (rúm 82%)
Núna stendur teljarinn í 71038 sem ég sett inn 4. apríl 2001
Já vikan er á enda eins og síðasta vika.
Þessi vika er búinn að einkennast af vinnu og aftur vinnu sem endaði með því að ég svaf yfir mig í morgun. KrappKrapp. Á samt áræðinlega eftir að gerast aftur ef ég þekki mig rétt.
Dagur heilags Valentínusar er í dag, og sendi ég bara kossa :* :* , blóm @->-- og kort <|> til allra kvenna sem þetta lesa ;* Megið þið njóta vel :)
Svo er líka V-Dagurinn í dag. V-Dagurinn er hreyfing sem ætlar að binda enda á ofbeldi gegn konum. Styð það, ofbeldi leysir ekki margan vandann.

Svo er Júróvision og fíla ég bara eitt lag í júróvision, lagið með Botnleðju.. Hér er það.
Efast samt um að það vinni, ekki alveg þetta steríó júróvisionlag.
Hei já Lárus er kominn með nýtt LOOK á Sambýli ungramanna vefinn eða kommúnu vefinn eins og flestir þekkja hann tékkið á því hérna! Þetta er allt annað en byltingarlookið sem Sveppi hafði upphaflega hannað ;) Lookar vel Lalli :) Lada Sport // 12. febrúar 2003 klukkan 1:06
Já mig hefur lengi langað til að eignast Lödu Sport, helst gamlaboddýið svo ég fór að leit á netinu og fann þessa síðu sem ég mæli með að löduáhugamenn skoði.
Ef einhver veit um Lödu Sport fyrir slikk þá má hann endilega láta mig vita :)
Smá specar um Lödu Sport (yngri en 95):
Vél: 1.690 rúmsentimetrar, fjórir strokkar, 84 hestöfl.
Sítengt aldrif - hátt og lágt drif - driflæsing.
Fimm gíra handskipting.
Hámarkshraði 132 km/klst.
Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km tekur 21 sekúndu.
Lengd: 3,72 m.
Breidd: 1,68 m.
Hæð undir lægsta punkt:
22 cm.
Felgustærð: 16 þumlungar.
Þyngd: 1.160 kg.
Burðargeta 439 kg.
Hámarksþungi aftanívagns má vera 1.490 kg.
Bensíneyðsla í bæjarakstri 14,1 l og 10,8 á jöfnum 90 km hraða.
Stærð bensíntanks: 45 lítrar.
Já bloggið ykkar Sverrir og Lárus er orðið leiðinlegt, innantómt og vælukjóalegt. Dæmigert fyrir Vinstrimenn.
Allavega er ég orðinn leiður á því að lesa það, alltaf verið að væla hvað hinir og þessir séu vitlausir. Hvar eru þessir sem eru ekki vitlausir? Eru þeir til?
Já, helginn var mögnuð, á föstudaginn fór ég í bæjinn.. Hitti Lalla og Sveppa nirrí bæ og við fórum á sviðabari, Vítalín, Ara í ögri og Dubliners. Fengum allavega bjór þar. Ji.
Svo gerðum við Sveppi það sem engum hefði dottið í hug að við mundum nokkurtíman framkvæma þrátt fyrir stór orð í haust, en við létum af því og fórum að vera hyperkúl skaterpunks uppí bláfjöllum ;) Fórum þangað og rendum okkur á brettum allan daginn eins og atvinnumenn.
Svo var kvöldið bara tekið rólega með heimsókn til Davíðs í hyperkúl íbúðina hans á Bergþórugötu á 5 hæð með útsýni dauðans og artifarta looki ;) Skrapp síðan bara uppá Skaga og horfði á Reservior Dogs með Krizza þangað til knútz og jonni komu heim af þorrablóti í bænum og við kýktum á mörkina þar sem það var allt stappað þrátt fyrir L&S ball á breiðinni sem mættu víst 15 manns á ;D Nennir enginn lengur að vera á súrum L&S böllum, 80´s kvöld hjá Jóa á mörkinni eru miklu betri.
Þegar Guð riggar vondu veðri fær skrattinn að heyra það.
"Djöfulsins veður"
já þeir eru á skjá einum núna með Ballad of chasey lain og það minnir mig bara á það þegar þeir komu og spiluðu í höllini :D
Það var snild. Lömdu gaur, létu menn og konur strýpa sig :D
Hvað varð um gaurinn sem drakk dr. pepper kassan? Ætli hann sé enþá á klóstinu?
Nú er Igor með kókómaltið sitt, hann er víst kókómalt, en hann segir "ég get allt ég er BRÚN eins og kókómalt" er hann tjelling?