Er það rétt sem maður er að heyra hingað vestur um haf? Sverrir flúinn úr kommúnunni og orðinn kapítalisti á Stúdentagörðum?
Maður má ekki bregða sér af landibrott án þess að allt fari til helvítis og í hund og kött!!!
Rokk on Sverrir! Ég styð að fólk búi á stúdentagörðum og getti átt frekar fyrir bjórnum sínum!
Skál fyrir þér Sverrir !
Skál fyrir ykkur hinum að vera komnir með Sigurð Tómas Helgason sem kommúnu bakcup ;)
Kommúnan verður samt aldrei söm ;) Einn Orginal meðlimur eftir... susss...
Já Ólafur er í USA.
Búið að vera rokknar stuð á okkur, Six, Seven, Eight og eL eins og ameríkaninn kýs að kalla oss ;þ
Við Knutzen (Seven) komum hingað síðasta fös þar sem Six sótti okkur útá flugvöll, kýktum í FullSail með strákunum á lau þar sem Six fór í síðasta tíman sinni og eL kynnti lokaverkefnið sitt :) Merkilegt hvað kanar geta verið miklir aular. ;) svo var bara Party hjá Andy um kvöldið þar sem við tróðum auðvitað hákarli í kanan sem fanst hann bara góður?!?!??! whut the fuck?!?!
Í gær sunnudag fórum við svo niðrí Downtown Orlando á djammið þar sem allt var voðalega sexy og sætt :D Óli Swinger sko ;) Hér kunna menn að róla sér!
whúhú!
Núna erum við Seven bara býða eftir að fara sækja bílinn okkar frá bílaleiguni svo við getum farið að krúza um USA á morgun :)
Orð kvöldsins er Pakk.
Í kvöld hitti ég Dagbjörtu eftir skóla og skrapp með henni á kvikmyndina Hafið sem var bara þokkalega góð og líka gaman að hitta döbbu ;) Langt síðan ég hef séð í skottið á henni ;)
Svo þegar ég kom heim fór ég að huga að því að pakka fyrir útlandaferðina á morgun og var að klára það núna, akkurat ein íþrótta taska með smávegis af fötum.. hvað þarf maður meira? Miði, Vegabréf, Enginn sprengja, Föt og myndavél? Sé ekki þörf fyrir meira af dóti nema kanski Knút ;) Ætli sé ekki best að finna hann í fyrramálið og taka hann með sér.
Þessvegna er orð kvöldsins Pakk.
Kristín Gróa á afmæli í dag! 21. árs! tuttuguplús ;)
Til hamingju með afmælið Kristín :)
Saga þessarar aldar er á efa sagan af Keikó og Lalla þar sem það sannast að Lalli er sekur fyrir því að Keikó kom til íslands og þar að leiðandi fyrir yfirvofandi dauða hans í höndum frænda okkar í noregi.
Keiko og Lalli
Það var hvalur að nafni Lalli. Tegundin hans er nefnd höfrungur. Það eru margir höfrungar í hafinu eins og til dæmis í Vestmannaeyjum. Lalli á heima í Vestmannaeyjum eða er oftast þar.
Lalli höfrungur fer oft að heimsækja Keikó. Það er vinur hans. Keikó langar oft að vera með Lalla utan búrsins.
Keikó átti heima í Ameríku en hann var veiddur hér á Íslandi og var nefndur Siggi því að einn af mönnunum sem veiddu hann hét Siggi. Hann Keikó var bara lítill kálfur þegar hann var veiddur.
Lalli á líka fleiri vini í hafinu. Selurinn Snorri er líka mjög góður vinur hans Lalla.
Einn dag hitti Lalli Snorra á veiðum. Hann átti svolítið erfitt með að ná rækjunni sem hann var að baslast við. En Lalli hjálpaði honum að ná henni. Lalli spurði Snorra hvort hann vildi eiga fleiri vini? Hann Snorri sagði bara já við því. Hann heitir Keikó. Þeir fóru saman að heimsækja Keikó.
Og daginn eftir fóru þeir og gerðu gat á netið. Og þá komst Keikó út úr búrinu og þeir fóru að leika sér lengi með mörgum öðrum vinum.
Svala Jónsdóttir
Slóðina á þessa sögu má fynna hér

Viltu ekki kynna okkur fyrir vinkonu þinni Lárus?
Já það er núna komið á hreint, við Knútur erum að fara til Ameríku 27. sept og komum aftur 5. október!
Við Knutz ætlum að fara og heimsækja stákana okkar sem eru að læra við Full Sail og skoða aðeins menninguna í Flórída :) Annað er ekki ákveiðið..
Fer á morgun og borga miðana og geng frá ferðinni út. En allavega, við erum komnir með flug 27. Sept út og heim aftur 5. okt!
Lárus svaraði spurningu minni fyrstur manna og benti mér á að leita á vísindavefnum og þar fann ég svarið.
Hér má fá svarið
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?
Svör óskast.
Í gær fæddist þeim Márusi og Fanný sonur, mig langar að óska þeim til hamingju :)
Sumarið er að klárast og allir að flytja.
Í byrjun vikunar kláruðum við Kirkjubrautarfamílíjan að flytja út í skjóli nætur til þess að forðast leigusaladauðans sem heimtar að við borgum hita síðustu 15 mánuða sem aldrei var samið að við mundum borga því íbúðinn var ekki á mæli sem mundi vera umþaðbil 40kall! Þannig að ég flutti inn á Jakob á Jakobsvöllum aðfaranótt miðvikudagsins með allt mitt hafurtask. Tvær búslóðir í kjallaraíbúð = Lítið gólfpláss ;) Knútur og Helgi fluttu svo aftur í foreldrahús, spurning hvað þeir endast lengi þar ;)
Svo var það nú á sunnudag að Jakob, Sverrig, Lárus og Haukur fluttu inn hjá Reiðhildi og útlaganum í einbílishús í Þingholtunum og ég var loks einn að Jakobsvöllum. Ég skrapp með þeim eina ferð og tékkaði á staðnum sem lítur bara mjög vel út, enda einbílishús í þingholtunum.
Svo er Dagbjört að flytja í þessum töluðu orðum inn á þessa fínu íbúð á efstu hæð í stúdentagörðunum í Skerjagarði þar sem hún hefur fínt útsýni yfir Skerjafjörðinn og allt til alls. Maður á nú eftir að kýkja þar við og fá kaffi af og til ;)
Allt að breitast.
Svo í morgun þergar ek ég til vinnu og það er kominn snjór í fjöll.
Það er pottþétt kominn vetur.