Já um þessa helgi var sko haldið í útlilegu með öllum oldskúl bekkjarfélögum mínum síðan í grunnskóla og markmiðið að rifja upp gömul kynni og partya hvort annað kaf, og ákveiðið var að hittast á Flúðum.
Frekar napurt var nú að næturlagi en það var allt unnið upp með frábærri sól og viðeigandi sólbruna á laugaraginn og voru allir í snildar skapi og myndirnar af flúðum ættu að koma inn í kveld ef ég drattast heim úr vinnuni og meika e-h.
Þessi helgi heppnaðist með ágætum vel þrátt fyrir að sunnudagskvöldið hafi endað hörmulega og hafi tekið mikið á.
Í gær þá skelltum við félagarnir okkur í fjallgöngu uppá Akrafjall í góðaveðrinu, sumir voru fljótari og þreittari en aðrir, en allt er þetta nú bara eðlilegt ;)
Gangan tók tæpa 2 tíma með því að hafa skussan með sem var alltaf á eftir öllum.
Ég held að ég hafi tekið rúmar 100 myndir á leiðinni og getur fólk tékkað á útsýninu á myndasíðuni minni.
Já ég er núna með fastan í spilaranum DJ Shadow og diskinn Private Press sem er nýlega kominn út eftir ca 6 ára hlé Josh Davis frá því að Endtroducing kom út sem var nátturlega og er snildar verk.
Þetta er svakalega þéttur diskur, gefur manni svona fá það á tilfinninguna að maður sé ekki að hlusta á disk heldur að lesa bók, því diskurinn magnast upp með stigvaxandi spennu og tekur hinar og þessar beygjur sem maður á alls ekki von á hversu oft maður hlustar á diskinn.
Ég mæli með því að menn kýki á þennan disk því hann er algjört snilli.
Daddara!
Skúbbið á netinu er bara það að Pamela sé á lausu aftur! Og þá auðvitað Kid Rock líka ;)
meira af því á 01.is

Merkilegt nokk.
Hverjir muna ekki eftir leikjunum Wacky Weels, Descent, Heretic, Need For Speed, Wolfenstein 3D og fleiri góðum, leikjunum sem maður þurfti endalaust að fokka í autoexec.bat og config.sys til að spila og svo spilaði maður þá endalaust lengi! Tímununum saman ef ekki bara dögum saman!
Hér eru þeir allir á einubretti! Eða allavega nokkuð margir!
Get you copy here today!
Lesið þessa grein
Hvað er að fólki sem lætur hafa sig í svona og að fólki sem gerir öðru fólki þetta?
Mér er bara spurn..