Ég póstaði smá á umræðuna á akranes.is og hér er það:
Nú þegar hátíðin er rétt að ganga í garð verð ég nú að óska Akraneskaupstað til hamingju með að koma jólaskrautinu upp í tæka tíð áður en hátíð ljóss og friðar gengur í garð. Ég veit ekki hvar ég væri ef öll þessi jólaljós væru ekki komin í miðbæinn svona um miðjan nóvembermánuð þegar jólasveinarnir eru nú farnir fyrir löngu að týnast til byggða og fólk farið fyrir lifandislöngu að sjóða jólahangikétið.
Svo ég minnist nú ekki á það hvað þetta gerir jólin óvenjuleg og spes þegar þau standa yfir í rúma 2 mánuði, hver gæti ekki óskað sér betri jóla en helmingi lengri en þau eru, er það ekki eitthvað sem við höfum öll óskað okkur síðan við vorum börn?
Ég vil bara núna nota tækifærði og óska öllum Akurnesingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og aldamóta ef það er ekki orðið of seint nú þegar.
Athugasemdir