Þetta var svona venjulegur dagur, ég að fara heim úr vinnuni að ganga sex í mesta sakleisi.. veðrið var ágætt í borgarnesi þegar ég legg af stað frá höfuðstöðvum Nepal hugbúnaðar og sest undir stýri og ek heim á leið uppá akranes.
Þegar ég er svo að koma undir hafnarfjallið brestur á stormur og kófbylur og lendi ég inní bylmekkinum og ég sé ekki neitt .
*drungalegtónlist*
Ég fynn hvernig bíllinn byrjar að renna til og ég fynn að ég er að missa stjórnina (Segir Ólafur (20) í samtali við sjálfan sig) og er á leið útaf veginnum. Ég snýst (að ég held) í 360° og endasendist útaf veginum umþb 3-4 bílengdir og stoppa við einhvern skurð sem fullur er af snjó.
Ég reyni fljótlega að átta mig á aðstæðum en hef ekki hugmynd hvoru meginn ég er við veginn né í hvor áttina ég sný.
Fljótlega kemur bíll og spyr ég hann hvort hann sé með spotta og geti kippt mér upp, bílstjórinn segist ekki vera með spotta og spyr ég hann í hvaða átt akranes er. Hann segir að hann stefni í átt að akranesi og þá fatta ég að ég hef farið vinstrameginn útaf, öfugumeginn, en sný þó að mestu leiti í átt að akranesi.
Ég sé bíl koma úr hinni áttini. Ég stend á miðjum veginnum og baða út höndunum og stoppa bílinn, í bílnum er maður á á fertugsaldri og kona hans og barn. Ég útskýri fyrir honum aðstæður og að ég hafi henst þarna útaf og spyr hann hvort hann sé með spotta til þess að kippa mér upp. Hann hefur spotta undir höndum og drögum við bílinn aftur upp á veginn auðveldlega þar sem vegkanturinn var ekki svo brattur þar sem ég fór útaf (guði sé lof).
Þegar bíllinn minn er nú kominn aftur uppá veginn þakka ég manninum kærlega fyrir aðstoðina með handabandi og með það sama skilja leiðir okkar.
Ég held áfram minni för, skelkaður og fullur ótta við þetta brjálaða veður.
Hámarkshraði er 30km. Ekki meir, helst hægar. Bylurinn varð verri og verri, það sást ekki á milli stika.
Ég potaðist á rúmum klukkutíma þessa leið í blindbyl og roki uppá akranes og hafðist það fyrir rest.
Ég ætla bara rétt að vona að þetta sé allt og sumt sem ég þarf að lenda í í vetur á akstri mínum tvisvar á dag í vinnuna. úff skemtileg tilhugsun eða hittó...
En samt, bíllinn minn skemdist ekkert, ég meiddi mig ekkert, þetta var ekkert alvarlegt. Bara mjúk lending í púðursnjó.
128mb flashkortið mitt er komið!!! Nú verður sko tekið af myndum!
Þakka þér Erling!
Pakkamynd 1 - Pakkamynd 2
Ég póstaði smá á umræðuna á akranes.is og hér er það:
Nú þegar hátíðin er rétt að ganga í garð verð ég nú að óska Akraneskaupstað til hamingju með að koma jólaskrautinu upp í tæka tíð áður en hátíð ljóss og friðar gengur í garð. Ég veit ekki hvar ég væri ef öll þessi jólaljós væru ekki komin í miðbæinn svona um miðjan nóvembermánuð þegar jólasveinarnir eru nú farnir fyrir löngu að týnast til byggða og fólk farið fyrir lifandislöngu að sjóða jólahangikétið.
Svo ég minnist nú ekki á það hvað þetta gerir jólin óvenjuleg og spes þegar þau standa yfir í rúma 2 mánuði, hver gæti ekki óskað sér betri jóla en helmingi lengri en þau eru, er það ekki eitthvað sem við höfum öll óskað okkur síðan við vorum börn?
Ég vil bara núna nota tækifærði og óska öllum Akurnesingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og aldamóta ef það er ekki orðið of seint nú þegar.
Jæja nú fékk ég það staðfest að nýja flashkortið mitt sé á leiðinni frá USA og til mín!
Nú fær IXUS sko 128Mb í staðinn fyrir 8Mb kortið sem var heldur of lítið :)
Nú er bara vona að flashkortið komist heilt frá Winter Park og uppá Skaga :)
Takk Erling :*
Tíuþúsundasti gesturinn var hann Elli vinur minn!
Hann lét mig vita um leið að hann væri númer 10.000 og ég náði að smella mér inn og ná mynd af 10.001 ;)
Víjj.. mér fynst ég vera vinsæll
Jæja alvöru snjór úti ! whúha!
Sumardekkin mín ekki alveg að meika það, en hvað um það, handarinn stendur alltaf fyrir sínu svona snemma á veturnar þegar nagla og grófsmunsturs nýtur ekki við :) Vona bara að þessar 3 gangstéttar hafi ekki skemmt álfelgurnar mikið ;þ
Ég tók nokkrar myndir af snjónum áðan og þá aðalega fyrir þá flórída vini mína sem fá engan snjó :)
Þessar myndir má nálgast á myndasíðuni minni :)
Ég verð nú að játa að ég er orðinn einn af eigendum Nepal hubúnaðar ehf ásamt þeim Bjarka Má, Einar Braga og Þór og hef lokið störfum mínum hjá ÍUT, en hvað um það ;) víjj :)
Föstudagurinn var tekin með svakalegutrompi og ég byrjaði á því að fara á Traffic Rokk tónlistarkeppni NFFA á akranesi sem var ágætt og má skoða myndir frá því á myndasíðuni minni, auk þess hélt ég heljarinnar party heimahjá mér þar sem fólk kom og drakk með mér brennivín og bjór og má einnig skoða myndirnar þaðan á myndasíðuni minni ;) já ég er alveg að flippa með IXUS, 111 myndir teknar í gær.
Einnig eru myndir á Kleinuni hans Einsa úr partyinu og frá Traffic Rokk
Þetta var frábær dagur. Bara snild.