Í gær föstudag var margt sem var að ske og má þá helst nefna það að hann Björn okkar lauk síðasta heila vinnudeiginum sínum hjá ÍUT þar sem hann hefur ákveðið að taka sér stöðu kennslustjóra við Landbúnaðarháskólan á Hvanneyri.
Það verður sár að sjá á eftir Birni frá okkur því hann hefur verið algjör snillingur og frábært að vinna með honum síðasta eina og hálfa árið sem hann hefur starfað hjá ÍUT.
Björn er nú búinn að lofa mér því að koma í kaffi til okkar í ÍUT regglulega og að auki verður hann að vinna eitthvað við sölu og markaðsetningu á Nepal auk þess að vera að vinna uppá Hvanneyri :)
Þó að Björn hætti ákvað ég nú að skemta mér dulítið líka og fórum við Dagbjört, Lísa og Haukur saman á ball með Stuðmönnum á breiðinni sem var BARA snild! "Taktu til við að twista, teigja búkinn og hrista" og það var sko gert! Ég held að ég hafi verið á dansgólfinu mest allan tíman að dansa við snildar lög stuðmanna og syngja með ;)
Svo fylgja hérna með nokkrar myndir sem ég tók í gær, bæði myndir sem ég tók í ÍUT af samstarfsfólki mínu og frá dúndur partyinu sem hún Dagbjört hélt sem vara bara snild :)
Síðasti vinnudagur Björns hjá ÍUT
Party hjá Dagbjörtu fyrir Stuðmannaball
:)
Já ég verslaði mér CD um daginn sem var ekki í frásögur færandi nema ég keypti hann á þeim forsendum að þetta vær BangGang, sem er svo sem ekki í frásögurfærandi nema það að 2 dögum seinna fer ég eitthvað að skoða cóverið og sé að það stendur ekki BangGang á honum heldur BangBang!
Þetta er diskurinn Je t´aime je t´aime með ofurbandinu BangBang og er helvíti gott fransk Trip Hop :))
Ég held að það hafið verið örlöginn sem voru þarna að verki sem létu mig kaupa þennan snildar disk í staðinn fyrir eitthvað sorp með BangGang! (Mér fynst reyndar BangGang mjög góð hljómsveit og vildi glaður eiga disk með þeim)
Nú var ég í mínu mesta sakleisi að skoða myndirnar hans Kalla sem hann tók í vísindaferð sem farinn var til Opna Kerfa/HP og viti menn ! Hann tók mynd af einhverjum Óla Helga, og sú mynd passar ekkert við mig ! ;) Ég trúi því ekki að það sé annar Óli Helgi. Sveijjattan.. Ætti ég ekki að krefjast þess að hann kalli sig Úla Helga í staðinn? Þetta gæti valdið ruglingi.. En allavega þá læt ég fylgja mynd af nafna mínum með hérna.
víjjjjjjjjjj :) naggurinn er back undir nagportal.net
Mikið er ég glaður að geta browsað aftur :)
Þessi dagur er samt slappur. Verð að gimpast í verslun ÍUT í allan dag.. Hilmar er veikur, hann sagðist hafa étið eitthvað slæmt í gær, ég held að hann sé bara þunnur ;) neinei hann er fárveikur :)
Jæja, má bjóða þér pappír? Hann fæst hér í búðinni.
Ég sakna nagportal.com :(
.