Í gær þá fór ég í afmæli í koníakstofuni við Eiðistorg og á menninganótt.
Það var hann Guðjón gamli bekkjarbróðir minn síðan í grunnskóla sem bauð okkur á Koníakstofuna við Eiðistorg til þess að fagna þeim tímamótum að hann væri búinn að ná þeim aldri til að stundasvoleiðisstaði :)
Þessi samkoma var mjög skemtileg og ánægjuleg þar sem margt var spjallað um og haft gaman að hlutunum.
Um miðnættið var svo haldið beinaleið niður í bæ til þess að hitta nú fleira fólk og fá smá menningu og regn í kroppinn.
Við Davíð og Jón Óskar byrjuðum á því að hitta Rósu og Kristínu niðrí Miðtúni þar sem Rósa og Jón Óskar ætla búa saman nú þegar þau fara í Háskólan og héldum við svo niður í bæ þar sem við hittum margt fólk sem við þekktum og sum hver sem við höfðum ekki séð í háa herrans tíð.
Við fundum Jón Heiðar þarna sem var húsnæðislaus í bænum og vildi ólmur komast með okkur uppá skaga aftur og svo birtust bræðurnir Sverrir og Márus þarna líka þegar við vorum að snæða Pulsur við Pulsuseljaravagninn.
Ég ákvað nú milli 2 og 3 að best væri að fara halda heim á leið og ákáðu þá Davíð, Kristín og Jón Heiðar að slást í för með mér uppá akranes með smá viðkomu úti á Seltjarnarnesi þar sem við skildum vinkonu hans Jóns eftir hana Ástu.
Hér eru myndir frá þessu kvöldi
Athugasemdir
http://debtrelief.usdebtconsolidation.net