Í gær ákvað ég að fara í smá bíltúr... ætlaði rétt að kýkja niðrí borgarnes.. nei ég ætla aðeins að kýkja út á mýrar en nei.. ég endaði með akstri í um 5 tíma allan hringinn á Snæfellsnesinu :D
Ég skellti mér þar í Grundarfjörð, Ólafsvík, Rif, Hellisand og að lokum á Arnarstapa, þó með mjög litlum stoppum. Þetta var bara keyrsla út í gegn
Ekki hef ég hugmynd hvað fékk mig til að aka allan þennan hring en þetta var bara nokkuð gaman og þess má geta að ég hafði ekki komið á Hellisand síðan Nei eða Já var í júróvision :) 9-10 ár síðan takk fyrir.
Athugasemdir